Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga Höskuldur Kári Schram og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 30. september 2018 21:00 Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna. Húsnæðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna.
Húsnæðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira