Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 08:00 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira