Vilja að Íslendingar í útlöndum geti horft á allt efni RÚV Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 10:47 Húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/GVA Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér. Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér.
Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira