34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 14:45 Úr leik Völsungs og Tindastóls í sumar. Hafþór Hreiðarsson/640.is Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta sem fara átti fram á Fellavelli í gær. Liðin mættu á sitthvorn völlinn og leikurinn fór ekki fram. Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hittist í dag og fór yfir málið. Niðurstaðan er að Huginn mætti ekki til leiks og Völsungur telst hafa unnið leikinn 3-0. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu þessa ótrúlega máls en nú eru 34 dagar síðan dómari leiks Hugins og Völsungs gerði afdrifarík mistök. Völsungurinn Freyþór Hrafn Harðarson fékk eitt gult spjald í umræddum leik en dómari leiksins sendi hann í sturtu með tvö gul spjöld og þar með rautt spjald. Allir eru sammála um að dómarinn hafi gert mistök en vandamálið er þegar hann fór að breyta leiksskýslunni eftir leik. Völsungur sendi frá sér yfirlýsingu um að dómari leiksins hafi falsað skýrsluna og eftir það fór málið á flug. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði síðan að leikur Hugins og Völsungs Húsavík í 2. deild væri ógildur og að það skuli endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli. Leikurinn var settur á í gær 19. september en fór á endanum ekki fram. Völsungur og dómaratríóið mættu í Fellabæ en Huginn beið eftir þeim á Seyðisfirði.Tímalína málsins varðandi endurtekinn leik Hugins og Völsungs17. ágúst Huginn vinnur Völsung 2-1 í 16. umferð 2. deildar karla. Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, fær ranglega rautt spjald frá dómara leiksins sem hélt að hann hefði gefið honum gult spjald fyrr í leiknum. Huginn skorar sigurmarkið eftir að Freyþór er rekinn af velli.20. ágúst Eftir meðferð leikskýrslu af skrifstofu KSÍ þar sem dómarinn fyllti skýrsluna út í samræmi við leiðbeiningar frá skrifstofu KSÍ upplýsti skrifstofa KSÍ Völsung um það verklag með tölvupósti. Leikmaðurinn sem fékk að líta rauða spjaldið í leik Hugins og Völsungs fór ekki í leikbann og gat því tekið þátt í næsta leik.7. september Völsungur áfrýar niðustöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Völsungur sendir líka frá sér yfirlýsingu um að dómari leiksins hafi falsað skýrsluna.9. september Framkvæmdastjóri KSÍ vísar ummælum fulltrúa Völsungs í yfirlýsingu tengdri umræddu máli til aga- og úrskurðarnefndar. 13. september Völsungur sendir frá sér aðra yfirlýsingu um félagið hafi fengið hótanir frá KSÍ.16. september Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar að leikur Hugins og Völsungs Húsavík í 2. deild sé ógildur og að það skuli endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli.16. september Huginn sendir frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstólsins.17.september Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs er settur á miðvikudaginn 19. september.19. september KSÍ færir leikinn af Seyðisfjarðarvelli yfir á Fellavöll í Fellabæ.19. september Völsungur og dómarar leiksins mæta í leikinn á Egilsstöðum en lið Hugins mætir á Seyðisfjarðarvöll. Enginn leikur fer fram. Huginn flaggar fána KSÍ í hálfa stöng.20. september Mótanefnd KSÍ úrskurðar að Huginn hafi ekki mætt til leiks og Völsungur telst hafa unnið leikinn 3-0. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta sem fara átti fram á Fellavelli í gær. Liðin mættu á sitthvorn völlinn og leikurinn fór ekki fram. Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hittist í dag og fór yfir málið. Niðurstaðan er að Huginn mætti ekki til leiks og Völsungur telst hafa unnið leikinn 3-0. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu þessa ótrúlega máls en nú eru 34 dagar síðan dómari leiks Hugins og Völsungs gerði afdrifarík mistök. Völsungurinn Freyþór Hrafn Harðarson fékk eitt gult spjald í umræddum leik en dómari leiksins sendi hann í sturtu með tvö gul spjöld og þar með rautt spjald. Allir eru sammála um að dómarinn hafi gert mistök en vandamálið er þegar hann fór að breyta leiksskýslunni eftir leik. Völsungur sendi frá sér yfirlýsingu um að dómari leiksins hafi falsað skýrsluna og eftir það fór málið á flug. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði síðan að leikur Hugins og Völsungs Húsavík í 2. deild væri ógildur og að það skuli endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli. Leikurinn var settur á í gær 19. september en fór á endanum ekki fram. Völsungur og dómaratríóið mættu í Fellabæ en Huginn beið eftir þeim á Seyðisfirði.Tímalína málsins varðandi endurtekinn leik Hugins og Völsungs17. ágúst Huginn vinnur Völsung 2-1 í 16. umferð 2. deildar karla. Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, fær ranglega rautt spjald frá dómara leiksins sem hélt að hann hefði gefið honum gult spjald fyrr í leiknum. Huginn skorar sigurmarkið eftir að Freyþór er rekinn af velli.20. ágúst Eftir meðferð leikskýrslu af skrifstofu KSÍ þar sem dómarinn fyllti skýrsluna út í samræmi við leiðbeiningar frá skrifstofu KSÍ upplýsti skrifstofa KSÍ Völsung um það verklag með tölvupósti. Leikmaðurinn sem fékk að líta rauða spjaldið í leik Hugins og Völsungs fór ekki í leikbann og gat því tekið þátt í næsta leik.7. september Völsungur áfrýar niðustöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Völsungur sendir líka frá sér yfirlýsingu um að dómari leiksins hafi falsað skýrsluna.9. september Framkvæmdastjóri KSÍ vísar ummælum fulltrúa Völsungs í yfirlýsingu tengdri umræddu máli til aga- og úrskurðarnefndar. 13. september Völsungur sendir frá sér aðra yfirlýsingu um félagið hafi fengið hótanir frá KSÍ.16. september Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar að leikur Hugins og Völsungs Húsavík í 2. deild sé ógildur og að það skuli endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli.16. september Huginn sendir frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstólsins.17.september Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs er settur á miðvikudaginn 19. september.19. september KSÍ færir leikinn af Seyðisfjarðarvelli yfir á Fellavöll í Fellabæ.19. september Völsungur og dómarar leiksins mæta í leikinn á Egilsstöðum en lið Hugins mætir á Seyðisfjarðarvöll. Enginn leikur fer fram. Huginn flaggar fána KSÍ í hálfa stöng.20. september Mótanefnd KSÍ úrskurðar að Huginn hafi ekki mætt til leiks og Völsungur telst hafa unnið leikinn 3-0.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13