Lögreglumenn treysta sér ekki til að rannsaka haturs- og tölvuglæpi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. september 2018 14:35 Vísir/Vilhelm 78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira