Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. september 2018 08:00 Stór hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar að flatarmáli eða minni selst á eða yfir ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Sjá meira
Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Sjá meira