Siggi Jóns gerði Skagastrákana að Íslandsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 12:30 Nýkrýndir Íslandsmeistarar ÍA/Kára/Skallagríms. Mynd/Instagram/ia_akranes Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki