Markaðssetning á Þorlákshöfn geti lækkað vöruverð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 09:45 Þingmennirnir benda á að sigling til Þorlákshafnar stytti siglingaleiðina til Evrópu um næstum sólarhring. Vísir Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46