Innlent

Líkamsárás í Hafnarfirði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kona var í nótt handtekin fyrir að reyna að tálma handtöku með því að ráðast að lögreglumanni að störfum.
Kona var í nótt handtekin fyrir að reyna að tálma handtöku með því að ráðast að lögreglumanni að störfum. Fréttablaðið/Valli
Upp úr miðnætti í nótt handtók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu karl og konu. Karlmaðurinn var handtekinn fyrir að hafa ráðist á mann með fólskulegum hætti en konan var síðar handtekin fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku karlmannsins með því að ráðast að lögreglu.

Lögreglumanninum var ekki meint af atlögu konunnar og gista bæði konan og karlinn fangageymslur lögreglu að því er fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í nótt stöðvaði lögregla auk þess akstur þriggja ökumanna. Tveir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og einn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Lögregla þurfi auk þessa að sinna útköllum vegna ölvunar og skemmtanalífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×