IKEA innkallar CALYPSO-loftljós með ákveðna dagsetningarstimpla vegna hættu á að glerkúpullinn losni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA.
IKEA hvetur alla viðskiptavini sem keyptu CALYPSO loftljós eftir 1. ágúst 2016 að athuga dagsetningarstimpil ljóssins. Innköllunin nær til allra CALYPSO loftljósa með dagsetningarstimpla 1625 til 1744 (áávv). Í staðinn fá viðskiptavinir nýja vöru eða endurgreitt.
IKEA hafa borist tilkynningar um að glerkúplar ljóssins hafi losnað og til að lágmarka áhættu eru ljós sem framleidd voru á ákveðnu tímabili innkölluð.
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar frá IKEA um hvernig taka skal kúpulinn af.
Viðskipti innlent