Óttast að humarveiðar leggist af Gissur Sigurðsson skrifar 26. september 2018 12:00 Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum Vísir/Getty Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur. Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur.
Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira