„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 12:45 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Lof mér að falla. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga. Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga.
Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00
Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30