MR og Versló keppa við Asíu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. september 2018 09:00 Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun