Kærastinn með hýra augað úrskurðaður karlrembulegur í Svíþjóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 08:34 Myndin hefur orðið nær óþrjótandi uppspretta gríns á Internetinu. Vísir Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda. Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda.
Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira