Vill ramma inn samgöngumál á næstu tveimur mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Hanna Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að á næstu tveimur mánuðum muni samtalið um uppbyggingu á stofnbrautum og almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði endanlega rammað inn. Það muni skýra stefnu í þessum málum umtalsvert en hart hefur verið tekist á um þessi mál á sviði stjórnmálanna. Einnig segist Sigurður Ingi vongóður um að geta bundið enda á samtalið um úrbætur við Sundabraut. Sigurður Ingi var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Sigurður Ingi birti nýverið samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem er í raun tvískipt. Hún nær til fimm ára tímabils, 2019-2023, annars vegar og fimmtán ára tímabils hins vegar, eða til 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Í Víglínunni sagði Sigurður Ingi það skipta miklu máli að á meginleiðunum þremur út úr Reykjavík, það er Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, verði akstursleiðir aðskildar á næstu 15 árum. Þó segir Sigurður Ingi brýnt að huga að ákveðnum köflum þessara vega mun fyrr. Sem dæmi um slíka vegarkafla nefndi hann Kjalarnes, veginn milli Hveragerðis og Selfoss og þann kafla Reykjanesbrautarinnar sem liggur í gegn um Hafnarfjörð. Á þessum vegarköflum hafa þó nokkur alvarleg umferðarslys átt sér stað á síðustu árum og ljóst að tvöföldun vega eða aðskilnaður akstursstefna myndi verða til þess fallinn að minnka líkur á slysum allverulega. Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að á næstu tveimur mánuðum muni samtalið um uppbyggingu á stofnbrautum og almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði endanlega rammað inn. Það muni skýra stefnu í þessum málum umtalsvert en hart hefur verið tekist á um þessi mál á sviði stjórnmálanna. Einnig segist Sigurður Ingi vongóður um að geta bundið enda á samtalið um úrbætur við Sundabraut. Sigurður Ingi var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Sigurður Ingi birti nýverið samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem er í raun tvískipt. Hún nær til fimm ára tímabils, 2019-2023, annars vegar og fimmtán ára tímabils hins vegar, eða til 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Í Víglínunni sagði Sigurður Ingi það skipta miklu máli að á meginleiðunum þremur út úr Reykjavík, það er Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, verði akstursleiðir aðskildar á næstu 15 árum. Þó segir Sigurður Ingi brýnt að huga að ákveðnum köflum þessara vega mun fyrr. Sem dæmi um slíka vegarkafla nefndi hann Kjalarnes, veginn milli Hveragerðis og Selfoss og þann kafla Reykjanesbrautarinnar sem liggur í gegn um Hafnarfjörð. Á þessum vegarköflum hafa þó nokkur alvarleg umferðarslys átt sér stað á síðustu árum og ljóst að tvöföldun vega eða aðskilnaður akstursstefna myndi verða til þess fallinn að minnka líkur á slysum allverulega.
Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira