Stöndum vörð um mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. september 2018 07:00 Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun