Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 16:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist telja að dagurinn í dag væri upphafið að einhverju mjög góðu fyrir Ísland. Vísir/VIlhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00