Lífið

Paul McCartney segir ótrúlegar kynlífssögur Bítlanna í nýju viðtali

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Paul McCartney leysir rækilega frá skjóðunni í viðtalinu.
Paul McCartney leysir rækilega frá skjóðunni í viðtalinu. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi Bítillinn Paul McCartney lætur nær allt flakka í nýju viðtali við tímaritið GQ. McCartney tjáir sig meðal annars um fjörugt ástarlíf Bítlanna, á meðan hljómsveitin var enn starfandi, og segja má að lýsingarnar séu hispurslausar.

Í viðtalinu spyr blaðamaður GQ McCartney sérstaklega út í stundir á Bítlaferlinum sem hafa ekki ratað í fjölmiðla. Hinn síðarnefndi skorast ekki undan spurningunum og lýsir tilteknu atviki sem átti sér stað heima hjá John Lennon.

„Í staðinn fyrir að verða húrrandi fullir og fara út á lífið, ég veit ekki  einu sinni hvort við vorum að gista þarna eða neitt, þá sátum við allir í stólum og ljósin voru slökkt og einhver byrjaði að fróa sér og við byrjuðum bara á því allir.“

Paul McCartney og John Lennon á Bítlaárunum.Vísir/Getty
Þá segir McCartney þá félaga hafa hrópað nöfn yfir hópinn, til að veita hver öðrum „innblástur“ við verknaðinn. Sjálfur kveðst McCartney hafa öskrað nafn Winstons Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, til að hrista örlítið upp í ímyndunarafli félaga sinna.

McCartney segir einnig frá því að Lennon hafi stundað kynlíf með giftri konu og að eiginmaður hennar hafi fylgst með öllu saman.

„Ég man að það var einhver á skemmtistað sem hann hitti og þau höfðu farið heim vegna þess að eiginkonan var hrifin af John, vildi sofa hjá honum, þannig að það gerðist. John uppgötvaði svo að eiginmaður hennar fylgdist með. Það var kallað „afbrigðilegt“ á þeim tíma.“

Viðtal GQ við McCartney má lesa í heild hér.


Tengdar fréttir

Paul McCartney tróð óvænt upp á fornum slóðum

Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×