Liðsfélagi Gylfa hjá Everton sjóðheitur með brasilíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 07:45 Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt. Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.ACABOU! Cheio de novidades na escalação, o #Brasil goleia @LaSelecta_SLV e fecha mais um compromisso com duas vitórias! #GigantesPorNatureza 5-0 | #BRAxESApic.twitter.com/A4NbojAbbo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland. Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu. Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik. Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.O primeiro pela #SeleçãoBrasileira é inesquecível! @richarlison97#BRAxESA#DançadoPombo Lucas Figueiredo / CBF pic.twitter.com/NiYuGMmEp5 — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu. Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira
Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt. Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.ACABOU! Cheio de novidades na escalação, o #Brasil goleia @LaSelecta_SLV e fecha mais um compromisso com duas vitórias! #GigantesPorNatureza 5-0 | #BRAxESApic.twitter.com/A4NbojAbbo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland. Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu. Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik. Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.O primeiro pela #SeleçãoBrasileira é inesquecível! @richarlison97#BRAxESA#DançadoPombo Lucas Figueiredo / CBF pic.twitter.com/NiYuGMmEp5 — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu. Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira