Forseti Líberíu spilaði með landsliðinu 51 árs gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 08:00 George Weah, forseti Líberíu og fyrirliði fótboltalandsliðs þjóðarinna í gær. Vísir/Getty George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt. Fótbolti Líbería Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt.
Fótbolti Líbería Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn