Segir áherslur í fjárlagafrumvarpi kolrangar og hygla stóreignafólki Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 13:09 Ágúst Ólafur Ágústsson er fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. vísir/vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38