Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir í fyrsta skipti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 19:30 Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26
Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30