Aðalframleiðandi 60 mínútna rekinn vegna harðorðra smáskilaboða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:30 Jeff Fager, fyrir miðju, ásamt fréttamönnum 60 mínútna. Vísir/Getty Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn. Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn.
Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27