Elmar sagði upp hjá Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 10:17 Elmar Hallgríms Hallgrímsson ætlar að leita á ný mið eftir eftirminnileg tvö og hálft ár hjá Torgi og 365. Vísir/Vilhelm Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55
Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21