Elmar sagði upp hjá Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 10:17 Elmar Hallgríms Hallgrímsson ætlar að leita á ný mið eftir eftirminnileg tvö og hálft ár hjá Torgi og 365. Vísir/Vilhelm Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55
Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21