Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 10:35 Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Vísir/AP Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018 Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24