Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 10:35 Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Vísir/AP Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018 Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24