Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks. mynd/gusk ehf. Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40