Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:48 Frá höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu. Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu.
Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent