Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 11:14 Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24