Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 12:00 Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling. Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00