Aukafundur stjórnar OR fer fram í gegnum síma Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 13:25 Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Aukafundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur mun fara fram símleiðis klukkan tvö í dag. Ástæðan þess er meðal annars að nokkrir af meðlimum stjórnarinnar eru staddir erlendis. Forstjóri Orkuveitunnar hefur verið boðaður á þennan aukafund en ætlunin er að ræða uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúru og fá frekari upplýsingar um þá ákvörðun. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks. Á þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor, er stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur.Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni Bjarnason er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi í morgun að boðað hefði verið til aukafundar í stjórninni vegna málsins. Sagði hún stjórnina líta málið alvarlegum augum, eins og sást á viðbrögðum stjórnar ON. Stjórn Orkuveitunnar skipa, auk Brynhildar, Gylfi Magnússon dósent, sem er varaformaður stjórnarinnar, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Kjartan Magnússon fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Guðjón Viðar Guðjónsson rafvirki. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Aukafundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur mun fara fram símleiðis klukkan tvö í dag. Ástæðan þess er meðal annars að nokkrir af meðlimum stjórnarinnar eru staddir erlendis. Forstjóri Orkuveitunnar hefur verið boðaður á þennan aukafund en ætlunin er að ræða uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúru og fá frekari upplýsingar um þá ákvörðun. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks. Á þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor, er stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur.Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni Bjarnason er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi í morgun að boðað hefði verið til aukafundar í stjórninni vegna málsins. Sagði hún stjórnina líta málið alvarlegum augum, eins og sást á viðbrögðum stjórnar ON. Stjórn Orkuveitunnar skipa, auk Brynhildar, Gylfi Magnússon dósent, sem er varaformaður stjórnarinnar, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Kjartan Magnússon fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Guðjón Viðar Guðjónsson rafvirki.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40