Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. september 2018 19:15 Einar Jónsson þjálfar nú Gróttu Vísir/Andri Marinó „Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30