Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 15. september 2018 23:03 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/ernir „Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið fengu þó færi til að skora áður en kom að vítakeppninni. "Við fengum stórhættuleg færi í blálokin, reyndar þeir líka þar sem Halli varði hérna tvisvar sinnum frábærlega. Þetta var sigur liðsheildar, baráttu og þreks. Við erum búnir að æfa hrikalega vel í ár og í vetur, þessir strákar eru búnir að leggja mikið á sig og þeir uppskáru svo sannarlega í dag,” sagði Rúnar strax eftir leik. „Haraldur var frábær í dag og varði hérna tvisvar á mikilvægum augnablikum og Gulli hélt þeim inni í leiknum með frábærum markvörslum,” sagði Rúnar aðspurður um frammistöðu markmannana tveggja í dag. „Mér fannst við svona heilt yfir betra liðið í dag, áttum þetta svo sannarlega skilið. Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með þetta, þetta er stórt skref að fá bikarinn inn í Garðarbæinn í fyrsta skipti. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessu og strákarnir. Þetta er þvílík gleði og við færum gleði inn í Garðabæinn í kvöld og næstu vikurnar,” sagði Rúnar um leik kvöldsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar en þeir komist tvisvar áður komist í úrslitaleikinn. Fyrst árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR, svo töpuðu þeir aftur í úrslitaleiknum einungis ári seinna, þá gegn Fram í vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið fengu þó færi til að skora áður en kom að vítakeppninni. "Við fengum stórhættuleg færi í blálokin, reyndar þeir líka þar sem Halli varði hérna tvisvar sinnum frábærlega. Þetta var sigur liðsheildar, baráttu og þreks. Við erum búnir að æfa hrikalega vel í ár og í vetur, þessir strákar eru búnir að leggja mikið á sig og þeir uppskáru svo sannarlega í dag,” sagði Rúnar strax eftir leik. „Haraldur var frábær í dag og varði hérna tvisvar á mikilvægum augnablikum og Gulli hélt þeim inni í leiknum með frábærum markvörslum,” sagði Rúnar aðspurður um frammistöðu markmannana tveggja í dag. „Mér fannst við svona heilt yfir betra liðið í dag, áttum þetta svo sannarlega skilið. Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með þetta, þetta er stórt skref að fá bikarinn inn í Garðarbæinn í fyrsta skipti. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessu og strákarnir. Þetta er þvílík gleði og við færum gleði inn í Garðabæinn í kvöld og næstu vikurnar,” sagði Rúnar um leik kvöldsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar en þeir komist tvisvar áður komist í úrslitaleikinn. Fyrst árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR, svo töpuðu þeir aftur í úrslitaleiknum einungis ári seinna, þá gegn Fram í vítaspyrnukeppni.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30