Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 16. september 2018 21:10 Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli. Húsnæðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli.
Húsnæðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira