Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 08:00 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira