Eru álög á Cleveland Browns? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 11:30 Klúðrarinn frá Cleveland. Gonzalez greyið hefur örugglega ekki sofið mikið í nótt. vísir/getty Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina. NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina.
NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30
Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30