Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 10:20 Frá vinstri: Ronan Farrow, Dylan Farrow, Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen. Vísir/Getty Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent