Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2018 13:19 Bjarni Bjarnason hefur staðið í ströngu sem forstjóri OR. Ekki er langt síðan hann greindi frá rakaskemmdum í umdeildum húsakynnum stofnunarinnar og nú hefur fallið skuggi á áður rómaða hæfni hans sem stjórnanda. Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51