Körfubolti

Marvin hættur úrvalsdeildarbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marvin mun ekki leika með Stjörnunni í vetur.
Marvin mun ekki leika með Stjörnunni í vetur. vísir/vilhelm
Marvin Valdimarsson, körfuknattleiksmaður, hefur ákveðið að hætta að spila úrvalsdeildarbolta og mun því ekki leika með Stjörnunni í vetur.

Marvin greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann segir í samtali við Karfan.is að það séu líkur á að hann taki slaginn í annarri deildinni með Álftanes í vetur.

„Komið gott hjá mér. Kannski spriklar maður eitthvað áfram með gömlun félögum, hver veit. En þetta var hrikalega gaman, geggjuð ár í Hveragerði og stórkostleg í Garðabænum,” skrifar Marvin og bætir við:

„Á eftir að sakna þess að rífast í dómurunun og sveifla olnboganum,” en Marvin hann hefur orðið bikarmeistari í tvígang með Stjörnunni; 2013 og 2015.

Á ferli sínum hefur Marvin spilað með Hamar í Hveragerði, Stjörnunni en hann lék fyrstu leikina í meistaraflokki með Selfyssingum 1996-97. Meistaraflokksferill Marvins spannar því rúm tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×