Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 08:54 F-16 herþota ísraelska hersins tekur á loft. Vísir/Getty Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira