Þá er samdrátturinn rakinn til þess að bílaleigur kaupa færri bíla en síðustu misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.
Á tímabilinu maí-júní 2018 voru 5.455 fólksbifreiðar nýskráðar, en það eru 1.522 (22%) færri en sömu mánuði 2017. Á sama tímabili voru nýskráðir bílaleigubílar 3.630 og er það fækkun um 1.893 (34%) miðað við árið áður.
Því má skýra samdrátt í bílasölu með að bílaleigur kaupi færri bíla. Undanfarin ár hefur velta bílaleigufyrirtækja aukist mikið og nýskráðum bílaleigubílum fjölgað.
