Tætir í sig „framsækna“ sáttatillögu Eyþórs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 10:41 Anna Sigrún segist ekki hafa verið í beinu sambandi við breska manninn enda sé kona hans sú virka í stuðningshópnum. Vísir/GVA Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.
Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira