Landspítalinn gæti tafist í tíu ár Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað. Vísir/GVA Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira