Viðskipti innlent

Ráðinn nýr forstjóri verksmiðju PCC á Bakka

Atli Ísleifsson skrifar
Jökull Gunnarsson.
Jökull Gunnarsson. Mynd/pcc Bakki
Jökull Gunnarsson, framleiðslustjóri PCC BakkiSilicon hf., hefur verið ráðinn nýr forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Hafsteinn Viktorsson, sem nú lætur af störfum sem forstjóri, muni sinna verkefnum fyrir félagið, þar á meðal hvað varðar mögulega stækkun verksmiðjunnar.

„Frá júní 2016 hefur Hafsteinn unnið að byggingu og gangsetningu kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík.

Hluthafar PCC BakkiSilicon hf. þakka honum kærlega fyrir það lykilhlutverk sem hann hefur gegnt í því verkefni og hlakka til að vinna með honum að nýjum viðfangsefnum,“ segir í tilkynningunni.

Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×