Viðskipti innlent

Sveinn Kristinn ráðinn forstöðumaður hjá Origo

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveinn Kristinn Ögmundsson
Sveinn Kristinn Ögmundsson Aðsend
Sveinn Kristinn Ögmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Origo. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er sagt að þjónustumiðstöðinni sé ætlað að gegna „vaxandi hlutverki í sölu og þjónustu á notendalausnum frá framleiðendum eins og Lenovo, Bose, Canon, Sony og Plantronics.“ Undir þjónustumiðstöðinni sé þannig öll lagerstarfsemi og verkstæðisþjónusta fyrirtækisins.

Sveinn Kristinn starfaði áður sem SAP sérfræðingur hjá Símanum, SAP sérfræðingur og forstöðumaður yfir ERP lausnum hjá Applicon og nú síðast forstöðumaður Mannauðs- og launalausna hjá Origo. Hjá Origo stýrði hann þróun og sölu á mannauðs- og viðskiptalausnunum Kjarna og SAP. Jafnhliða því sinnti hann starfi þjónustustjóra Viðskipalausna Origo.

Sveinn Kristinn er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×