BBC fjallar um sjúkan og spilltan fótboltaheim í Alsír Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:30 Riyad Mahrez er frægasti fótboltamaður Alsír í dag. Vísir/Getty Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan. Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira
Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan.
Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira