Tækifærin í markvissri markaðssókn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 19. september 2018 14:09 Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar