Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:49 Andrzej Duda og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma. Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma.
Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira