Árásin á Shooters: Tveggja manna leitað til viðbótar og einum sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 11:55 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16